Skólaráð

Skólaráð

Lög um grunnskóla
2008 nr. 91 12. júní


8. gr. Skólaráð.

Við grunnskóla skal starfa skólaráð sem er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald. Skólaráð tekur þátt í stefnumörkun fyrir skólann og mótun sérkenna hans. Skólaráð fjallar um skólanámskrá skólans, árlega starfsáætlun, rekstraráætlun og aðrar áætlanir um skólastarfið. Skólaráð skal fá til umsagnar áætlanir um fyrirhugaðar meiri háttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanleg ákvörðun um þær er tekin. Skólaráð fylgist almennt með öryggi, aðbúnaði og almennri velferð nemenda. Skólanefnd, sbr. 6. gr., getur með samþykki sveitarstjórnar falið skólaráðum einstakra skóla ákveðin verkefni þessu til viðbótar.
Skólaráð skal skipað níu einstaklingum til tveggja ára í senn, tveimur fulltrúum kennara ásamt einum fulltrúa annars starfsfólks í viðkomandi skóla, tveimur fulltrúum nemenda og tveimur fulltrúum foreldra, auk skólastjóra sem stýrir starfi skólaráðs og ber ábyrgð á stofnun þess. Skólaráð velur að auki einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu eða viðbótarfulltrúa úr hópi foreldra. Auk þess skal skólastjóri boða til sameiginlegs fundar skólaráðs og stjórnar nemendafélags að lágmarki einu sinni á ári.


Skólaráð 2020-2021

Berglind Axelsdóttir, skólastjóri
Anna Margrét Ólafsdóttir, fulltrúi kennara
Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir, fulltrúi kennara
Klaudia Sylwia Gunnarsdóttir, fulltrúi starfsmanna
Magnús Bæringsson, fulltrúi foreldra
Sigfús Magnússon , fulltrúi foreldra

Stjórn foreldrafélags á eftir að halda fyrsta fund þar sem fulltrúar frá þeim eru kosnir
Verið er að auglýsa eftir fulltrúa grenndarsamfélags 
Formenn Nemenda- og íþróttaráðs grunnskólans eru fulltrúar nemenda.

 

Starfsreglur skólaráðs Grunnskólans í Stykkishólmi 

Í samræmi við reglugerð um skólaráð við grunnskóla nr. 1157/2008 hefur skólaráð Grunnskólans í Stykkishólmi sett sér eftirfarandi starfsreglur:  

Í upphafi skólaárs er skipað í skólaráð 

  • Tveir foreldrar skulu kosnir á aðalfundi foreldrafélagsins, eitt þeirra skal eiga sæti í stjórn foreldrafélagsins, til tveggja ára í senn 

  • Tveir fulltrúar kennara og einn fulltrú annars starfsfólks eru kosnir á starfsmannafundi að hausti, til tveggja ára í senn 

  • Tveimur fulltrúar nemenda eru einnig kosnir að hausti, til tveggja ára í senn (ekki hægt að kjósa nemendur úr 10. bekk. 

  • Skólaráð velur einn fulltrúa grenndarsamfélags til að sitja í ráðinu. Kostur væri að viðkomandi væri hvorki foreldri nemanda í grunnskólanum eða starfsmaður bæjarins.  

 

Hlutverk skólaráðs: Skólaráð er samráðsvettvangur skólastjóra og skólasamfélags um skólahald og tekur þátt í að móta stefnu og sérkenni skóla og tengsl hans við grenndarsamfélagið. Skólaráð skal fá til umsagnar allar fyrirhugaðar meiriháttar breytingar á skólahaldi og starfsemi skóla áður en endanlegar ákvarðanir um þær eru teknar. 

Starfsáætlun skólaráðs: 

Fundað er að jafnaði einu sinni í mánuði. 

September

Starfsáætlun

Skóladagatal

Október

Fjárhagsáætlun

Skólareglur

Samræmd könnunarpróf

Nóvember

Starfsáætlun skólans

Skjöldur

Skólabragur

Janúar

Skólanámskrá

Febrúar

Fundur með nemendaráði

Öryggi, aðbúnaður, húsnæði, aðstaða

Mars

Sjálfsmat

Niðurstöður Skólapúlsins

Apríl

Fundur með foreldrafélaginu

Valgreinar á unglingastigi

Niðurstöðurlestrarskimana

Maí

Skipulag næstaskólaárs

 

a. Fundir skólaráðs skuli haldnir að jafnaði einu sinni í mánuði á starfstíma skóla. Skólastjóri stýrir starfi skólaráðs, undirbýr fundi og boðar til þeirra með dagskrá. Staðgengill skólastjóra stýrir skólaráði í forföllum hans. Fundir skulu boðaðir með a.m.k. viku fyrirvara og gögn sem fjalla á um skulu send til fulltrúa í skólaráði með fundarboði.  

b. Starfsáætlun fyrir skólaráð Grunnskólans í Stykkishólmi skal samþykkt í upphafi vetrar, í samræmi við hlutverk og verkefni eins og þeim er lýst í 2. gr. reglugerðar fyrir skólaráð grunnskóla. Verði breytingar á starfsáætlun getur skólastjóri boðað slíkar breytingar í fundarboði sbr. 4. grein laga um skólaráð. Drög að starfsáætlun fyrir næsta skólaár skal liggja fyrir að vori.  

c. Skólaráð skal hafa sérstakt svæði á vefsíðu skólans til að kynna starfsemi sína. Þar koma fram nöfn og netföng fulltrúa skólaráðs og fundargerðir skólaráðs.  

d. Ritari skólaráðs skal kjörinn úr skólaráði á fyrsta fundi skólaársins. Ritari gerir fundargerðir og sendir fulltrúum til samþykktar. Fundargerð skal sett inn á heimasíðu skólans innan fimm daga frá fundi.  

e. Skólaráð skal skipta með sér verkum við undirbúning opins fundar um málefni skólans fyrir alla aðila skólasamfélagsins sem halda skal árlega (mars/apríl). Umræðuefni gæti verið út frá niðurstöðum í Skólapúlsi og annað sem ástæða þykir að rýna í.  

Verkaskipting og framkvæmd einstakra þátta starfsins:  

1. Fulltrúar nemenda í skólaráði skipuleggja ásamt skólastjórnendum það mat sem fer fram hjá rýnihóp nemenda skólans sem og úrvinnslu úr því og kynningu.  

2. Fulltrúar starfsfólks og kennara í skólaráði fá rými á starfsmannafundum og kennarafundum til að segja frá starfi skólaráðs. Fulltrúar nemenda í skólaráði kynni starf þess á fundi nemendaráðs. Á ábyrgð skólastjóra.  

3. Fulltrúar foreldra í skólaráði fundi amk. einu sinni á vetri með stjórn foreldrafélagsins til að efla tengsl milli skólaráðs og foreldrafélagsins. Foreldrafélagið boði til þessa fundar.  

Verður lagt fram til samþykktar á fyrsta fundi skólaráðs skólaárið 2020-2021.