Sérfræðiþjónusta
Skólaheilsugæsla
Heilsuvernd skólabarna í Grunnskólanum í Stykkishólmi er á vegum Heilsugæslu HVE Stykkishólmi.
Skólahjúkrunarfræðingur er Heiða María Elfarsdóttir og viðverutími eftirfarandi:
Miðvikudagur kl. 8:30 – 12:00 Fimmtudagur kl. 8:30 – 12:00
Netfang skólahjúkrunarfræðings er: heida.elfarsdottir@hve.is
Heilsuvernd skólabarna er hluti af heilsugæslunni og framhald af ung- og smábarnavernd. Markmiðið er að efla heilbrigði nemenda og stuðla að vellíðan þeirra. Starfsfólk heilsuverndar skólabarna vinnur í náinni samvinnu við foreldra, skólastjórnendur, kennara og aðra sem koma að málefnum nemenda með velferð þeirra að leiðarljósi. Farið er með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. Þjónusta heilsuverndar skólabarna er skráð í rafræna sjúkraskrá heilsugæslunnar. Helstu áherslur í heilsuvernd skólabarna eru forvarnir, fræðsla, skimanir og bólusetningar. Unnið er samkvæmt leiðbeiningum Þróunarmiðstöðvar íslenskrar heilsugæslu og Embættis landlæknis um heilsuvernd grunnskólabarna.
Miklar upplýsingar og fróðleik er að finna á heimsíðu heilsuvera.is
Heilbrigðisfræðsla
Skipulögð heilbrigðisfræðsla er veitt í öllum árgöngum og er áherslan á að hvetja til heilbrigðra lífshátta. Eftir fræðslu fá foreldrar upplýsingar í tölvupósti um fræðsluna. Þá gefst þeim kostur á að ræða við börnin um það sem þau lærðu og hvernig hægt er að nýta það í daglegu lífi. Skipulögð fræðsla skólaheilsugæslu er eftirfarandi:
1. bekkur – ‚Líkaminn minn‘ - Forvörn gegn kynferðislegu ofbeldi og Hjálmanotkun
2. bekkur – Tilfinningar
3. bekkur – Verkefnabók um 6H heilsunnar (Hamingja, Hollusta, Hreinlæti, Hreyfing, Hvíld)
4. bekkur – Kvíði og Slysavarnir
5. bekkur – Samskipti
6. bekkur – Kynþroski og Endurlífgun
7. bekkur – Endurlífgun og Bólusetningar
8. bekkur – Líkamsímynd og Hugrekki