Stoðþjónusta

Stoðþjónusta

Verkefnaver

Verkefnaver er staðsett í Stagley og hefur verkefnaverið á þessu skólaári sér stofu. Tveir kennarar eru með aðstöðu inn í Stagley og er unnin einstaklingsvinna og einnig í hópum, 2-6 nemendur. Þar inni er miðstöð sérkennslu og nemendum boðið upp á aðstöðu og/eða aðstoð við hæfi. Áhersla er lögð á skýrt og myndrænt umhverfi, þægilegt jákvætt andrúmsloft og hvatningu. Kennarar í Verkefnaveri skipta á milli sín verkefnum eftir efni og aðstæðum og er mismunandi frá ári til árs.

Önnur sérkennsla

 

Á þessu skólaári 2020 – 2021 hefur sérkennslunni verið skipt niður á bekki og fer það eftir þörfum inn í bekk. Þrír kennarar koma að sérkennslu frá 1. – 7. bekkjar og eru kennarar inn í bekk eða taka nemendur út úr bekk.

1. – 2. bekkur er með sama kennara

3., 4. og 5. bekkur er með sama kennara

6. og 7. bekkur er með sama kennara

 

Ásamt sérkennslunni er fjölsmiðja í boði fyrir þá sem þurfa áherslu á verkgreinar. Í fjölsmiðju eru notaðar fjölbreyttar leiðir til að ná því markmiði sem stefnt er að í verkgreinum. Þrír kennarar sjá um Fjölsmiðjuna og er henni skipt á bekki eins og hér að ofan.

Elstu bekkir

 

Í 8. – 10. bekk er einn stuðningsfulltrúi sem sér um unglingastigið og fer hann inn í 8.,9. og 10. bekk í ákveðnar greinar.