Stakur viðburður

Föstudagur á Dönskum dögum

Föstudagur Danskra daga er genginn í garð. De smukke unge livgarder taka á móti gestum við bæjarhliðið frá 14:00 til 18:00. Kl. 16:30 verður sápuboltamót á túninu bak við bankann. Þar verður eflaust mikið um dýrðir enda margir Hólmarar þekktir fyrir gífurlega knattspyrnuhæfileika. Rétt er að taka fram að keppendur eru á eigin ábyrgð.

Opnunarhátíð Danskra daga fer fram kl. 21:30 í Hólmgarði. Jakob Björgvin Jakobsson, bæjarstjóri, setur hátíðina og svo taka við tónleikar. Fyrst stígur á stokk hljómsveitin Þrír, skipuð þeim Jóni Torfa Arasyni, Sigurbjörgu Maríu Jósepsdóttir og Þórdísi Claessen. Á eftir þeim tekur Daði Freyr við keflinu og leikur fyrir dansi.

Trúbadorinn Binni Davíðs heldur uppi fjörinu á Narfeyrarstofu frá miðnætti, þar verður opið til kl. 03:00.