Stakur viðburður

Fjölskyldufjör í fjöruferð

Sunnudaginn 15. september býður þjóðgarðurinn Snæfellsjökull, í samvinnu við Vör sjávarrannsóknarsetur, Hafrannsóknarstofnun og Svæðisgarðinn Snæfellsnes, í fjöruferð á Malarrifi.

Um er að ræða fjölskylduvæna skemmtun og fræðslu í tilefni af degi íslenskrar náttúru þann 16. september og Strandmenningarhátíðar á Snæfellsnesi. Eru forvitnir krakkar á öllum aldri og forráðamenn hvattir til að mæta.

Hvað finnum við í fjörunni? Er eitthvað að finna undir steinunum? Hvernig skyldu trjádrumbarnir í fjörunni komast þangað, er eitthvað gert við þá? Hvað finnum við í Salthúsinu? 

Mæting við gestastofnuna á Malarrifi næstkomandi sunnudag kl. 13:00 og gert ráð fyrir að dagskrá ljúki kl. 15:00. Verið klædd eftir veðri og ekki verra að vera í stígvélum.