Stakur viðburður

Blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingar í Bónus

Næstkomandi fimmtudag, þann 14. nóvember, er alþjóðlegi sykursýkisdagurinn. Af því tilefni helga lionsklúbbar sig sykursýkisvörnum í nóvember. Á fimmtudaginn verða lionsfélagar við blóðsykurs- og blóðþrýstingsmælingar í verslun Bónus í Stykkishólmi á milli kl. 16 og 18 fólki að kostnaðarlausu. Einnig verður þar kynnt smáforritið Retina Risk en það gerir fólki með sykursýki kleift að meta áhættu sína á að fá sjónskerðandi augnsjúkdóma. Tæp 70% fólks með sykursýki fær augnbotnabreytingar en koma má í veg fyrir sjónskerðingu og blindu í yfir 90% tilvika með tímanlegri greiningu og meðferð. Retina Risk smáforritið er nú fáanlegt á íslensku gjaldfrjálst. 

Nánar um Retina Risk hér.