Stök frétt

Umhverfisgangan heldur áfram í kvöld

Umhverfisgangan í Stykkishólmi hófst síðastliðið sunnudagskvöld þegar bæjarstjóri og aðrir fulltrúar bæjarins gengu ásamt íbúum um Borgarbraut, Flatir, Skúlagötu, Ægisgötu, Tangagötu og Austurgötu.

Tilgangur umhverfisgöngu um hverfi Stykkishólmsbæjar er að efna til samtals um nánasta umhverfi, hvað megi betur fara í frágangi og umhirðu bæjarins auk þess að miðla upplýsingum frá Stykkishólmsbæ um framkvæmdir.

Gangan hélt áfram í gær þegar gengið var um Aðalgötu, Víkurgötu, Laufásveg, Hafnargötu, Smiðjustíg, Þverveg, Skólastíg, Frúarstíg, Bókhlöðustíg og Höfðagötu. Þrátt fyrir hvassviðri hefur gangan verið vel sótt og margar gagnlegar athugasemdir komið frá íbúum. Tvö kvöld eru eftir af umhverfisgöngunni og eru íbúar hvattir til að mæta og taka þátt. Í kvöld verður gengið um Silfurgötu og Reitarveg, mæting á milli Hafnargötu og Silfurgötu kl. 19:00. Því næst verður gengið um Lágholt, Árnatún og Sundabakka, mæting milli Silfurgötu og Lágholts kl. 20:30.

Á miðvikudagskvöld verður gengið um Ás- og Neshverfi, Hjallatanga, Tjarnarás, Búðarnes, Búðarnesveg og Móholt.