Námslýsingar á vali í 8.bekk

Námslýsingar á vali í 8. bekk

Heilsársval

Þessar greinar eru á stundatöflu nemenda allan veturinn

 

Tónlist
Fullt nám (vetrarlangt) við Tónlistarskóla Stykkishólms er metið sem valgrein (þ.e. telst sem 2
stundir á viku í grunnskólanum).

Íþróttaiðkun
Þeir sem stunda reglulega iðkun íþrótta á vegum íþróttafélags geta fengið það metið sem 2
stundir í valgrein.

Myndlist
2 kennslustundir á viku Kennari: Gunnar Gunnarsson

Markmið: Að nemendur skynji gildi myndlista í nútímasamfélagi og átti sig á
atvinnumöguleikum tengdum myndlist.
Námsþættir: Nemendur vinna bæði frjáls verkefni undir leiðsögn kennara og einnig verða
ákveðin viðfangsefni tekin fyrir með öllum hópnum.
Námsmat:: Metin er vinnusemi og hæfni nemenda allan veturinn (símat) og verkefni
nemenda í skólalok.

Skólahreysti
2 kennslustund á viku Kennari: Gísli Pálsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir

Áhersla á líkams- og heilsuþjálfun, áætlanagerð og fræðsla um heilbrigða lífshætti og næringu.
Nemendur búa sig undir þátttöku í Skólahreysti-keppninni sem fer fram í mars.

Tómstunda- og félagsmálafræði
2 kennslustund á viku Kennari: Agnes Helga Sigurðardóttir

Tómstunda- og félagsmálafræði er byggt upp sem óformlegt nám (nonformal education).
Þar fá nemendur tækifæri til að vinna í félagsmiðstöðinni X-inu, með því að skipuleggja
og stjórna viðburðum hennar og læra þannig að taka ábyrgð.
Nemendahópurinn í Tómstunda- og félagsmálafræðum verður í forsvari ungmenna í
bænum. Nemendur munu rýna í samfélagið, skoða samfélögin í kring og leggja mat á það
hvernig samfélagi þeir vilji búa í og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir ungmenni? Þeir
munu vinna að því að fá fund með bæjarstjórn til þess að koma sínum sjónarmiðum á
framfæri. Einnig verður farið í skyldur og réttindi á vinnumarkaði, gerð ferilskrár, að
koma fram, tjá sig og annað gagnlegt.

 

Hálfsársval

Eftirfarandi greinar eru kenndar í hálfan vetur. Sum námskeiðin eru kennd bæði fyrir og eftir áramót (sjá töflu á valblaði)

 

Fluguhnýtingar og stangveiði
2 kennslustundir á viku. Kennari : Gunnar Gunnarsson.

Viðfangsefni: Nemendur læra að hnýta einfaldar silunga- og laxaflugur. Nemendur kynnist
flugustöng og mismunandi línum og taumum. Einnig læra þeir að kasta með flugustöng.
Nemendur fara í veiði og læra rétt handbrögð og að lesa vatnið. Þeir læra um helstu
fisktegundir og meðhöndlun á afla, flökun og matreiðslu.
Markmið:
-Að nemendur öðlist grunnþekkingu á fluguhnýtingum og geti nýtt sér hana, þar á
meðal hnútar lykkjur o.s.frv.
-Að nemendur læri undirstöðu þess að vera fluguveiðimaður.
-Að nemendur kynnist þeim búnaði sem fluguveiði krefst.
-Að nemendur læri að njóta og nota náttúrugæði á virðingaverðan hátt.
Kennsluaðferðir: Verkleg og sýnileg kennsla.
Námsefni: Myndbönd og efni af internetinu.
Námsmat: Verkefni nemenda í kennslustundum eru metin ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum.
Metið er hvort nemendur hafi tileinkað sér grunnatriði fluguhnýtinga og veiðimennsku. Einnig
er metin frumleiki,tæknileg færni og framfarir. Hegðun, mæting og vinnusemi gildir 50%.
Verkefni í tímum gilda 50%.
Athugið að þessu vali fylgir efniskostnaður

Heimilisfræði
2 kennslustundir á viku Kennari: Sigríður Ólöf Sigurðardóttir

Í heimilisfræði læra nemendur um heilbrigða lífshætti, hreinlæti, næringarfræði í tengslum við
matargerð, almennt heimilishald s.s. þrif, þvott, innkaup, undirbúning fyrir veislur og
matreiðslu. Nemendur fá líka að koma með hugmyndir um matargerð í samráði við kennara.
Námsmat: Frammistaða nemenda metin með símati. Verklegar æfingar eru metnar til að
kanna hvort nemendur hafa tileinkað sér þá færni og þekkingu sem ætlast er til. Matið fer eftir
vinnusemi nemenda, hegðun og frammistöðu.