Námslýsingar á vali í 9. - 10. bekk

Námslýsingar á vali í 9.-10.bekk

Heilsársval

Þessar greinar eru á stundatöflu nemenda allan veturinn

 

Tónlist
Fullt nám (vetrarlangt) við Tónlistarskóla Stykkishólms er metið sem valgrein (þ.e. telst sem 2 stundir
á viku í grunnskólanum).

Íþróttaiðkun
Þeir sem stunda reglulega iðkun íþrótta á vegum íþróttafélags geta fengið það metið sem 2 stundir í
valgrein.

Myndlist
2 kennslustundir á viku Kennari: Gunnar Gunnarsson

Markmið: Að nemendur skynji gildi myndlista í nútímasamfélagi og átti sig á atvinnumöguleikum
tengdum myndlist.
Námsþættir: Nemendur vinna bæði frjáls verkefni undir leiðsögn kennara og einnig verða ákveðin
viðfangsefni tekin fyrir með öllum hópnum.
Námsmat:: Metin er vinnusemi og hæfni nemenda allan veturinn (símat) og verkefni nemenda í
skólalok.

Textílmennt (saumar)
2. kennslustundir á viku Kennari: Kristbjörg Hermannsdóttir

Markmið:

-Að nemendur læri að meta gildi handmennta til nytja, lista og tómstundaiðju.
-Að nemendur temji sér strax í upphafi sjálfstæð vinnubrögð og velji eins mikið sjálf og hægt er innan þeirra marka og aðferða sem þau eru að læra hverju sinni.
-Að nemendur gangi vel um og eigi góð samskipti við aðra.Viðfangsefni: Nemendur þurfa að skila einu skylduverkefni. Þegar því er lokið geta þeir fengist við
annars konar verkefni s.s. vélsaum, hekl, hekl, þæfingu, o.fl.
Námsmat gerir kröfur um fjölbreytt verkefni, vönduð vinnubrögð og frágang.
Símat er í öllum tímum. Metið er sjálfstæði í verki, umgengni á vinnustað, ástundun og samvinna
nemenda. Auk þess eru metin verkefni nemenda með hliðsjón af þeim aðferðum seem farið var í gegn
um.

Hönnun og smíði
2 kennslustundir á viku Kennari: Ragnheiður Harpa Sveinsdóttir

Meginviðfangsefni
Kennari velur eitt verkefni sem nemandi er svo frjálst að útfæra á sinn hátt. Í áfanganum er fyrst
fjallað um grunnvinnubrögð í hönnun hluta í öllum verkefnum. Tekin eru fyrir dæmi þar sem
unnið er að hönnun hluta frá hugmynd til veruleika og útlistun á vöruhönnun og vöruþróun
þannig að nemandinn öðlist skilning á framleiðslu vöru frá hugmynd til afurðar. Einnig verður
fjallað um skipulagi og hönnun skólans, skólinn er skoðaður á teikningum og hugsanleg
viðbygging. Nemendur eiga að vinna að módelgerð eftir sýnum teikningum. Lögð er áhersa á að
efla sköpunarþrá, frjóa hugsun og vönduð vinnubrögð og síðast en ekki síst að fullgera
smíðisgripina. Nemandanum er gert að vinna úr efni út frá gefinni forskrift að lausn og útliti
hlutar (ákveðið verkefni lagt fyrir). Þá er nemandanum gefinn kostur á að yfirfæra reynslu sína.
Vísað er til lokamarkmiða í Hönnun og smíði sem finna má í Aðalnámsskrá Grunnskóla.


Verkefnið
Kennarinn setur fyrir eitt verkefni sem ýtir undir þá þætti sem nemendur þurfa að hafa náð í lok
grunnskóla. Hins vegar er nemandanum gefinn kostur á að yfirfæra þekkingu sína bæði í hönnun
og útfærslu sem hann hefur öðlast í smíðastofunni frá byrjun skólagöngu til dagsins í dag.
Nemandinn hefur kost á að velja milli margskonar efna sem hann hefur unnið úr áður.
Nemandinn hannar smíðisgripina sjálfur. Gerir af þeim vinnuteikningar sem hann svo notar við
smíðina. Einnig verður kynnt fyrir nemendum almenna teiknivinnu, skipulagi, módelgerð og
fleiru tengdu verk- og byggingarfræði.
Námsmat
Hvað varðar námsmat þá eru verkefnin metin jafn óðum og gefin einkunn að vori með
bókstöfum frá D-A þar sem viðmið varðandi einkunnagjöf Grunnskólans í Stykkishólmi eru höfð
að leiðarljósi. Einnig verður sýning á verkum nemenda partur af námsmati.
Öryggisfræðsla
Öryggisfræðsla byggir á því að kennarinn fjallar um hvað má og hvað má ekki varðandi alla
umgengni í smíðastofunni. Fjallað er um vélar og tæki, öryggisrofa, merkingar og eldvarnir.Skólahreysti
2 kennslustund á viku Kennari: Gísli Pálsson og Gunnhildur Gunnarsdóttir

Áhersla á líkams- og heilsuþjálfun, áætlanagerð og fræðsla um heilbrigða lífshætti og næringu.
Nemendur búa sig undir þátttöku í Skólahreysti-keppninni sem fer fram í mars.
Tómstunda- og félagsmálafræði
kennslustund á viku Kennari: Agnes Helga Sigurðardóttir
Tómstunda- og félagsmálafræði er byggt upp sem óformlegt nám (nonformal education). Þar fá
nemendur tækifæri til að vinna í félagsmiðstöðinni X-inu, með því að skipuleggja og stjórna
viðburðum hennar og læra þannig að taka ábyrgð.
Nemendahópurinn í Tómstunda- og félagsmálafræðum verður í forsvari ungmenna í
bænum. Nemendur munu rýna í samfélagið, skoða samfélögin í kring og leggja mat á það hvernig
samfélagi þeir vilji búa í og hvaða tækifæri eru til staðar fyrir ungmenni? Þeir munu vinna að því
að fá fund með bæjarstjórn til þess að koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Einnig verður farið í
skyldur og réttindi á vinnumarkaði, gerð ferilskrár, að koma fram, tjá sig og annað gagnlegt.

 

Hálfsársval
Eftirfarandi greinar eru kenndar í hálfan vetur. Sum námskeiðin eru kennd bæði fyrir
og eftir áramót (sjá töflu á valblaði)

 

Skák
2 kennslustundir á viku á haustönn Kennari: Gunnar Gunnarsson

Lýsing: Teflt verður í hverjum tíma. Farið verður í manngang, hrókun, framhjáhlaup, byrjanir, mát,
skákþrautir, skák á netinu. Skoðaðar verða þekktar skákir og þær tefldar.
Markmið:
-að kenna rétta hegðun við skákborðið
-glæða skákáhuga nemenda
-auka þekkingu nemenda á skák
Kennsluaðferðir: Verkleg kennsla með innlögn í upphafi kennslustundar.
Námsefni: Námsefni frá kennara
Námsmat: Lokið / ólokið

Skrautskrift
1 kennslustund á vikuá vorönn Kennari: Gunnar Gunnarsson

Lýsing: Nemendur kynnast nokkrum leturtegundum sem notaðar eru við skrautskrift. Nemendur læra
að beita pennum sem notaðir eru við skriftina. Einnig læra nemendur uppsetningu og skrift á skjölum
s.s. heiðurskjölum, verðlaunaskjölum ofl. Einnig læra nemendur að beita penna við skreytingar sem
tilheyra faginu. Veraldarvefurinn verður notaður í sýnikennslu ásamt öðrum námsgögnum.
Markmið: Að nemandi
-læri að meta gildi handskriftar
-þekki og skrifi nokkrar gerðir leturs

Fluguhnýtingar og stangveiði
2 kennslustund á viku á vorönn Kennari: Gunnar Gunnarsson

Lýsing: Nemendur læra að hnýta einfaldar silunga og laxaflugur. Nemendur kynnist flugustöng og
mismunandi línum og taumum. Einnig læra þeir að kasta með flugustöng. Nemendur fara í veiði og
læra rétt handbrögð og að lesa vatnið. Þeir læra um helstu fisktegundir og meðhöndlun á afla, flökun
og matreiðslu.
Markmið: að nemendur öðlist grunnþekkingu á fluguhnýtingum og geti nýtt sér hana, þar á meðal
hnútar lykkjur o.s.frv. Að nemendur læri undirstöðu þess að vera fluguveiðimaður.
Að nemendur kynnist þeim búnaði sem fluguveiði krefst.
Að nemendur læri að njóta og nota náttúrugæði á virðingaverðan hátt.
Kennsluaðferðir: Verkleg og sýnileg kennsla.
Námsefni: Myndbönd og efni af internetinu.
Námsmat: Verkefni nemenda í kennslustundum eru metin ásamt sjálfstæði í vinnubrögðum. Metið er
hvort nemendur hafi tileinkað sér grunnatriði fluguhnýtinga og veiðimennsku. Einnig er metin
frumleiki,tæknileg færni og framfarir. Hegðun, mæting og vinnusemi gildir 50%. Verkefni í tímum gilda
50%.
Athugið að þessu vali fylgir efniskostnaður

Heimilisfræði
2 kennslustundir á viku Kennari: Sigríður Ólöf Sigurðardóttir

Í heimilisfræði læra nemendur um heilbrigða lífshætti, hreinlæti, næringarfræði í tengslum við
matargerð, almennt heimilishald s.s. þrif, þvott, innkaup, undirbúning fyrir veislur og matreiðslu.
Nemendur fá líka að koma með hugmyndir um matargerð í samráði við kennara.
Námsmat: Frammistaða nemenda metin með símati. Verklegar æfingar eru metnar til að kanna hvort
nemendur hafa tileinkað sér þá færni og þekkingu sem ætlast er til. Matið fer eftir vinnusemi nemenda,
hegðun og frammistöðu.

UT - val
Upplýsinga- og tölvumiðlun - valgrein
2 kennslustundir á viku Kennari: Gunnlaugur Smárason

Í námskeiðinu er unnið með fjölbreyttar aðferðir til að miðla verkefnum. Nemendur vinna
sjálfstætt og í hópum. Samvinna og þróun er mikilvæg í nútíma samfélagi og munu nemendur
vinna með báða þætti í námskeiðinu. Unnið verður með stopmotion, stuttmyndir, myndbönd,
forritun, heimasíður og fleira.
Nemendur geta aðeins skráð sig fyrir eða eftir áramót.
Skilaverkefnin eru bundin hópunum og er mikið val um viðfangsefni.