Reglur um próf í 7.-10.b.

Reglur um próf í 7. - 10. bekk

Próf eru tekin að lokinni haustönn, miðönn og vorönn. Alla jafna eru próf efnismeiri á
vorönn.
Prófatími er tvær kennslustundir eða 80 mínútur. Lengdur tími er 30 mínútur. Þeir sem fá
lengdan tíma eru eingöngu þeir sem hafa sérstaka greiningu. Þó getur umsjónarkennari lagt
til að nemandi fái lengri próftíma og hafi til þess sérstakan rökstuðning.
Ef nemandi kemst ekki í próf sökum veikinda skal framvísa vottorði frá lækni.
Sé sótt um leyfi fyrir nemanda á prófdögum er viðkomandi nemandi metinn miðað við þá
vinnu sem hann hefur lagt fram á önninni.
Við skipulag á yfirsetu skal viðkomandi greinakennari sitja yfir prófinu sé þess nokkur kostur.
Þá skal reynt að passa að það sé yfirsetufólk sem hefur þekkingu í greininni.

Útreikningur á lokaeinkunnum 10. bekkjar skal vera eftirfarandi:

Haustönn 25%
Miðönn 25%
Vorönn 25%
Próf 25%