StykkisMix

StykkisMix snýst um samþættingu námsgreina og þverfaglegt nám þar sem nemendur kynnast vel þvert á árganga, læra að vinna með ólíku fólki og taka að sér leiðtogahlutverk í ólíku samhengi. Unnið er með ákveðið þema í mixinu, bæði í hópavinnu og einstaklingsvinnu.

Nemendur fá afhent svokallað leiðsagnarhefti þar sem sjá má öll hæfniviðmið og markmið fyrir hvert verkefni. Nemendur bera sjálfir ábyrgð á að fara með sín leiðsagnarhefti til kennara, fá þá til að lesa yfir og meta verkefni í samtali og kvitta fyrir því hvort þau þarfnist þjálfunar eða hvort hæfni sé náð.

Hér má sjá dæmi um hæfniviðmið.

Hér má sjá lotu 2- StykkisMix.